• Svar við bréfi Helgu

    Svar við bréfi Helgu

    Svar við bréfi Helgu er einhver vinsælasta skáldsaga síðustu ára. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut auk þess bóksalaverðlaunin. Bókin kom fyrst út árið 2010 en hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála, sett á svið og nú síðast kvikmynduð.

    Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.

    990 kr.
    Setja í körfu