Availability: Á lager

Ljósastikan – Helgisögur

Höfundur: Stefan Zweig
SKU: SKLD0LJOSTI

1.290 kr.

Austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig (1881-1942) er íslenzkum lesendum vel kunnur. Af bókum sem birzt hafa eftir hann hér á landi og náð sérstökum vinsældum, má nefna hina snilldarlegu sjálfsævisögu Veröld sem var og sagnasafnið Manntafl. En ritverk Zweigs njóta slíkrar almannahylli hvarvetna um lönd, að samkvæmt opinberum skýrslum eru verk aðeins fárra höfunda þýdd jafnmikið á önnur mál.

Sú bók Stefans Zweigs sem nú kemur út í íslenzkri þýðingu sr. Páls Þorleifssonar, flytur flokk sagna þar sem hið gamalkunna ritform, helgisagan, er sveigt undir lögmál nýrrar sögutækni og hafið á hærra svið. Höfundur leitar fanga í indversku og gyðinglegu trúarlífi og fjallar með ýmsu móti um vanda mannlegrar breytni. Sögurnar bera öll beztu listareinkenni höfundarins, þær eru gæddar næmri innsýn hans í sálarlíf fólks og eru ritaðar í myndauðugum stíl.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

1969

Þýðandi

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð