Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Kilja |
4.590 kr.
– Beygja til hægri hérna, kalla ég.
– Ég veit ekkert hvað er hægri! æpir hún á móti.
– Þú skrifar með hægri.
– Ég er ekki með penna! öskrar hún upp í vindinn og ákveður að snarbremsa þegar hún kemur að gatnamótunum.
Það munar ekki mörgum millimetrum að ég dúndrist aftan á hana en við náum að afstýra öllum árekstrum og höldum áfram.
Hér er komið sjálfstætt framhald örsagnasafnsins Móðurlíf og sem fyrr er umfjöllunarefnið hversdagsleikinn í allri sinni dýrð. Sögur um marga kossa, afmæli, kaldar kinnar og feitar iljar, langa daga og stutt ár.
Á lager