Sagan af Páfagaukagarðinum og dularfulla höfundinum Akörn

Nú hefur verið skrifaður nýr kafli í sögunni af Páfagaukagarðinum og hinum dularfulla höfundi Akörn. Fyrir stuttu barst Skáldu fullur kassi af annarri prentun þessarar umtöluðu skáldsögu. Eigandi Skáldu var (ótrúlegt en satt) ekki á staðnum þegar sendingin kom og gat því ekki borið kennsl á sendilinn og gengið á hann um hver Akörn í raun og veru er. Það eina sem fylgdi með sendingunni var miði sem á stóð: „Útsöluverð 3.333 kr.“. Bókin er því komin í sölu í Skáldu og á skalda.is. Nælið ykkur í eintak og takið þátt í því að leysa þessa bókmenntagátu með okkur: Hver er Akörn? Og kannski það sem við viljum öll vita: Er eitthvað varið í þessa sögu?

Páfagaukagarðurinn

Páfagaukagarðurinn

3.333 kr.

Páfagaukagarðurinn er glæpasaga. Höfundurinn, Akörn, er þjóðþekkt manneskja. Önnur prentun bókar er breytt og betrumbætt. Fyrsta prentun er uppseld.

Sjá meira