Útgáfuhóf: Fyrir vísindin eftir Önnu Rós Árnadóttur

Útgáfuhóf: Fyrir vísindin eftir Önnu Rós Árnadóttur


9. október 2025

Í tilefni af útkomu fyrstu ljóðabókar Önnu Rósar Árnadóttur, Fyrir vísindin, verður blásið til útgáfuhófs 9. október, kl. 17, í Skáldu bókabúð.
Öll velkomin að skála við ljóðskáldið og næla sér í eintak af þessari frábæru bók:
Vísindakonan
Hún tekur vinnuna aldrei með sér heim
getur ekkert að því gert að sum hús
eru í eðli sínu tilraunastofur
þakrenna dropamælir
þröskuldur loftvog
gluggi smásjá
glerskápur jarðskjálftamælir
gleraugu gleraugu
sloppur sloppur
hanskar hanskar

Lesa meira

Sjá alla viðburði