Útgáfuhóf: Grár köttur, vetrarkvöld

Útgáfuhóf: Grár köttur, vetrarkvöld


26. september 2025

Innilega velkomin öll í útgáfuhóf fyrstu skáldsögu Ægis Þórs, Grár köttur, vetrarkvöld, í bókabúð Skáldu. Gleðskapur hefst stundvíslega klukkan 17, allir velkomnir, léttar veitingar og gott ef höfundur les ekki smá. Bókin verður að sjálfsögðu á útgáfutilboði. Hlökkum til að sjá ykkur!

Um bókina:
Til hvers er lífið þegar kötturinn manns er týndur? Slík spurning gæti virst léttvæg, en þegar öllu er á botninn hvolft er eitthvað mikilvægara en að finna ylinn af öðru lífi? Að vita af einhverju sem undirstrikar eigin mannleika? Eitthvað sem jafnvel mætti kalla ást? Grár köttur, vetrarkvöld er loðin lýsing á þeirri upplifun að upplifa. Að þrá og þurfa og þjást og þakka fyrir vera til. Allt eftir aðstæðum. Á meðan skuggarnir lengjast og rotturnar fara á stjá ...

Skálda
Vesturgata 10a
Reykjavík, 101

Sjá alla viðburði