Availability: Á lager

Stjörnurnar yfir Eyjafirði

Höfundur: Ása Marin
SKU: FORSTJEYJ

4.690 kr.

Stjörnurnar yfir Eyjafirði er sjálfstætt framhald jólasögunnar Hittu mig í Hellisgerði sem sló í gegn á aðventunni 2024; notaleg, fyndin og rómantísk saga sem vermir hjartaræturnar.

Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og hinni velmeinandi móður sinni. Enda sannarlega kominn tími til að 27 ára gömul kona flytji úr foreldrahúsum. Tækifærið birtist óvænt í auglýsingu í Bændablaðinu: Jólagarðinn í Eyjafirði vantar samfélagsmiðlastjóra – og starfinu fylgir íbúð! Valería leggur majónesið á hilluna og svífur vösk norður á vit ævintýranna.

En þótt það sé gaman í nýju vinnunni og fólkið sé indælt og gott, er ekki laust við að hún sakni vinkvenna sinna og sé auk þess orðin leið á að vera einhleyp. Þannig að Valería drífur í að stofna stefnumótaþjónustu – og þá fara ástarhjólin sannarlega að snúast hjá ýmsum í Eyjafjarðarsveit.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2025

Tungumál

Kápuhönnun

Form

Kilja