
Leikhúsið og tvívera þess
5.290 kr.Leikhúsið og tvívera þess eftir Antonin Artaud er ein alþekktasta bók tuttugustu aldar um leikhús og listir. Bókin kom fyrst út árið 1938 en fékk heimsathygli eftir að hún var þýdd og gefin út á ensku í kringum 1960. Síðan hefur hún komið út á fjöldamörgum tungumálum en nú loks á íslensku.
Artaud er líkt og gæddur spásagnaranda í Leikhúsinu og tvíveru þess. Margt sem samtímamenn hans töldu óhugsandi og hann lýsir má nú víða sjá í leikhúsum heimsins. En Artaud var meira í mun en það eitt að gæða leikhúsið lífi. Hann sá fyrir sér að listir og líf rynnu saman í nýja heild þar sem lífinu yrði loks lifað til fulls.
